Logo

Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna

Application deadline 05.01.2025
Full time job

Norðurorka auglýsir eftir tæknilega sinnuðum sérfræðingi sem er fljótur að tileinka sér nýja færni.

Æskilegt er að viðkomandi hafi góða reynslu eða innsýn í veitukerfi, upplýsingatækni, gagnavinnslu og/eða rafræna þjónustu. Fram undan eru mörg spennandi verkefni sem tengjast rafrænni þjónustu, úrvinnslu gagna og hönnun veitukerfa. Starfið er á þjónustusviði og næsti yfirmaður er verkefnastjóri upplýsingakerfa veitna.

Tasks and responsibilities

  • Samskipti við aðra hönnuði, verktaka og viðskiptavini Norðurorku
  • Upplýsingavinnsla tengt veitukerfum og þjónustu innan Norðurorku
  • Hanna og teikna lagnakerfi
  • Upplýsingagjöf til innri og ytri viðskiptavina
  • Önnur verkefni sem til falla

Education and qualification requirements

  • Iðn-, vél-, tækni- eða verkfræði
  • Iðnmenntun sem tengist veiturekstri Norðurorku er kostur
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Mjög góð þekking á upplýsingatækni
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Reynsla af gagnagrunnum og gagnaúrvinnslu er kostur
  • Reynsla af landupplýsingarkerfum er kostur
  • Reynsla af PowerBI gagnavinnslu er kostur
  • Geta til að vinna sjálfstætt og halda mörgum boltum á lofti
  • Geta til að tileinka sér nýja færni og miðla henni til annarra

Umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og önnur þau gögn sem umsækjandi metur nauðsynleg. Umsjón með ráðningunni hefur mannauðsstjóri. Upplýsingar um starfið veitir Arnaldur B. Magnússon, sviðsstjóri þjónustusviðs, í netfanginu arnaldur.birgir.magnusson@no.is eða í síma 460 1300.