Störf í boði
Norðurorka hf. rekur fjölbreytta veitustarfsemi á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Meginhlutverk fyrirtækisins er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfis raforku og rekstri fráveitu. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 einstaklingar sem vinna saman með fagmennsku, traust og virðingu að leiðarljósi. Norðurorka leggur mikla áherslu á að starfsfólki líði vel, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að eflast og þroskast í starfi. Umsækjendur eru hvattir til að fylla vandlega út umsóknarformið. Vel framsett umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun er líklegri til að standast samanburð við aðrar umsóknir.